Greinasafn eftir: stjorn

Umsóknir námskeiða

Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið.  Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.

Kveðja Stjórn

Leit við Meðalfellsvatn

Frá FBSR fóru 6 menn á FBSR 3 að söfnunarsvæði við Kaffi Kjós og er Fishópurinn að vinna hér í húsi að sínu verkefni og stefnir í 2 fis að svo stöddu.
FBSR FIS 1  með Indíönu fer að fara í loftið á næstu mínútum.
Kv. Heimastjórn / Ottó

Sjálfsmat og stöðumat

Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat.  Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat..  Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.  

Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.

Kveðja Ottó.

Lávarðafundur

Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja.  Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum.  Mikið líf í húsi þessa stundina.

 

Ottó.

Hálendisgæslan

Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið.  Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.

Ottó.