Vetrarfjallamennska janúar 2008

Dagurinn var tekinn snemma á laugardegi þann 5. janúar og hittingur niðrí sveit fyrir allar aldir og menn misferskir.

Þar var rennt yfir að allir væru með búnað á borð við klifurbelti, öxi, karabínur, snjóflóðaýla og fleira.

Síðan var troðið í jeppana og brunað af stað þar sem markmiðið var að finna snjó en mikil „hitabylgja“ hafði umlukið landið dagana fyrir ferðina og því vöntun á snjó á Skarðheiðinni, en þangað var hefðin að fara í þessari ferð, „eigum við að ræða það eitthvað?“.

v1Þegar komið var inní Kaldadal hófst fjörið og hluti jeppana fóru að festast og þá höfðu nýliðarnir strax einhvern tilgang, það er að kanna hvort ísinn fyrir framan bílana væri traustur 😛 . Það verður þó að koma fram hversu seigur Hyundai bíll sveitarinnar er („Fjarkinn“ „Þristurinn“), en hann komst klakklaust á leiðarenda, kannski góðum bílstjóra að þakka sem virtist þekkja getu bílsins ansi vel.

Þá var ekki eftir neinu að bíða, nýta varð dagsljósið, kveikt á ýlunum og vaðið beint uppí brekku. Skipt var í hópa og fékk hver og einn hópur síðan „special treatment“ hjá sínum leiðbeinanda. Farið var í gegnum snjóprófílagerð og hvernig snjóflóðahætta er metin útfrá því o.s.frv. B2 hvarf uppi fjallið og veit ég ekki með vissu hvað þeir aðhófust um daginn en skiluðu sér í tjaldbúðirnar um kveldið.

Áfram héldu verklegar æfingar hjá B1 og var farið beint í hina frægu ísaxarbremsu. Það var mjög skemmtilegt og sýndu menn þvers og kruss einhverjar kúnstir eða runnu niður í bullinu.

v2Efir það var gengið í áttina upp Hádegishnjúk Syðri a.k.a. Hádegishnúkur og fljótlega skipt yfir á ísbrodda og prófað að ganga á þeim. Án þeirra hefði maður fljótlega verið kominn í sjálfheldu og ætli hefði ekki þurft útkall til að bjarga manni :O .

Fljótlega var tjaldsvæðið ákveðið en haldið áfram með æfingar. Eftir yfirferð á öllum trygginum eins og snjósætum, akkerum og íspollum var komið hressilegt myrkur og þvínæst tjaldað eða snjóhús búin til, en nokkrir ákváðu að leggja smá vinnu í að grafa snjóhús og gista í því, mjög gaman að því.

v3Langþráð máltíð var síðan elduð í flestum tjöldum eða tjaldblettum en tjaldsvæðinu mátti skipta í efra- og neðra-breiðholt . Í efra-breiðholtinu voru náttúrulega mestu vitleysingarnir. Þær voru ófáar sögurnar úr efra-breiðholtinu þetta kveldið, af mönnum talandi við tjöld og menn gangandi í hringi kringum tjöld.

Um nóttina snjóaði eða skóf aðeins og hitastig hefur verið áætlað -2 til -4 gráður. Flestir viðkenndu eftirá að hafa átt mjög erfitt með svefn á annarri hliðinni sökum áverka eftir ísaxarbremsuæfingarnar :). En í morgunsárið var þokkalegur hrollur í manni skríðandi útúr svefnpokanum skiptandi um outfit en heitur drykkur bjargaði því fljótlega.

Þegar allir höfðu pakkað rottuðu hóparnir sig aftur saman og farið var yfir hvernig gengið sé í línu. Með það á hreinu var síðan gengið langleiðina uppá Hádegisfellið syðra þar sem kuldinn beit hressilega í kinnarnar en eilítið sást til sólar og einhverjir gátu tanað sig í drazl. En auk þess að ganga í línu sást t.d. til Steinars tengja sig inní línur og kasta sér niður til að reyna ná öllum niður.

v4
Á niðurleiðinni var farið yfir grunnatriði í sigi sem og aftur farið yfir tryggingar og allir látnir síga niður slíkt í góðum halla. Toppurinn á sunnudeginum var síðan sigið niður smá klett þar sem fyrsta alvöru sigið var tekið þar sem enn á ný sumir sýndu keppnistilþrif.

v5
Haldið var áfram niður fjallið og gengið aftur á upphafspunkt og því ferðinni lokað með hring. Heimferðin út Kaldadalinn gékk næstum klakklaust en jeppinn hans Kristjáns var með smá ves en þar rifu menn bremsudiskinn bara af til að redda því, jú og svo notaði hann bara handbremsuna ef hann þurfti að bremsa :).

Var með góðar harðsperrur í líkamanum eftir þessa ferð og ágætis sár á annari hliðinni eftir ísaxarbremsutakta.

v6
Takk fyrir mjög skemmtilega ferð ,

Helgi M.