Mat á snjóflóðahættu

Klukkan 20 í stóra salnum í Skógarhlíð verður haldið námskeiðið Mat á snjóflóðahættu.  Kennari er Auður yfirleiðbeinandi hjá Björgunarskólanum en þetta er í fyrsta skipti sem hún kennir fyrir okkar sveit. 
Um helgina verður svo verklegi hluti námskeiðsins í Botnsúlum en eins og bætt hefur í snjóinn í dag og spáð er í vikunni má búast við skemmtilegum aðstæðum.

Endilega mætið sem flest á þetta flotta námskeið.