Nýafstaðin helgi í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall

Helgina 25. – 27. mars fóru nýliðahópar FBSR ásamt nokkrum inngengnum í hina árlegu skíðaskemmtiferð í Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Í þetta sinn vorum við svo heppinn að fá einka rútubílstjóra, en Beggi keyrði okkur ásamt því að renna sér í brekkunum.
En það voru ánægðir nillar sem fengu að skemmta sér í frábæru færi í undurfögru brekkunum. Ekki var þetta þó allt leikur því nillarnir tóku smá snjóflóðaleitaræfingar. Heiða fór aðeins yfir hvernig ýlirinn virkar og hvernig leitað er með stönginni. Í kjölfarið var þeim skipt upp í 4 hópa þar sem þau skunduðu upp í brekkurnar á milli gönguskíðabrautarinnar og bjuggu til snjóflóð til að fela ýla og bakpoka í og leita með ýli og stöng. Þess má einnig geta að á laugardagsmorguninn lét vindurinn á sér kræla og fengu nillarnir því æfingu í að gera snjóveggi og huga að tjöldum svona rétt áður en haldið var í brekkurnar.
Líkt og fyrri ár þá var tjaldað við gönguskíðaskálann og fáum við gönguskíðaskálafólki seint þakkað fyrir gestristnina.
Takk fyrir okkur