Vel heppnuð vika

Í síðustu viku var mjög þétt og skemmtileg fyrirlestraröð þar sem félögum FBSR og annarra sveita gafst kostur á að hlusta á þrjá flotta fyrirlesara fjalla um spennandi efni.

Mætingin var mjög góð af inngengnum, nýliðum og félögum annarra sveita og þökkum við öllum áheyrendum svo og fyrirlesurum kærlega fyrir vel heppnaða viku.