Námskeið í Finse


Að venju sendir Flugbjörgunarsveitin nokkra félaga á árlegt námskeið í snjóflóðabjörgun og stjórnun aðgerða í Finse í Noregi. Að þessu sinni er það haldið 3. til 11. mars næstkomandi. Það geta fimm farið út og nú þegar eru tvö sæti úthlutuð.  

Umsækjendur þurfa að vera í það minnsta slarkfærir í norðurlandatungumálum og á skíðum, en námskeiðið er á norsku og hluti af verklegu kennslunni fer fram á skíðum.

Námskeiðið er á vegum Norska Rauða krossins og innifalið er matur og gisting. Flugbjörgunarsveitin og SL veita styrk  fyrir flugfargjald og lestarmiða. Skila þarf inn skýrslu um ferðina.

Umsóknum skal skila til gjaldkeri <hjá> fbsr. is.  

Upplýsingar um námskeiðið: www.redcross.no/finsekursene 
Upplýsingar og myndir af svæðinu: www.finse.com

Skildu eftir svar