Leit að kajakræðara

Laust eftir miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. nóvember var sérhæfður leitarhópur kallaður til leitar að kajakræðara sem saknað var. Hann hafði haldið til róðrar í Hvalfirði þá fyrr um daginn en ekki skilað sér.

Leitarhópum var stefnt í Hvammsvík þar sem leit átti að hefjast. Stuttu eftir komuna þangað fann þyrla Landhelgisgæslunnar bátinn og stuttu seinna manninn sem þá var látinn.

Skildu eftir svar