Leit að eldri manni

Rétt fyrir klukkan níu að morgni þriðjudagsins síðastliðins var kallað út til leitar að eldri manni sem var saknað. Hann hafði síðast sést um kl. 22 kvöldið áður og óttast var um afdrif hans.

Grunur lék á að hann hefði farið eitthvert á bílnum sínum og var því beitt slóðaleit. Fjórir menn á tveimur bílum frá okkur fóru til leitar á slóðum í kringum borgarsvæðið. Maðurinn kom svo í leitirnar af sjálfsdáðum stuttu eftir að leitin hófst.

Skildu eftir svar