Leit var gerð að konu á Esju þann 6.júní 09. Rataði hún að lokum niður með hjálp ferðamanna sem urðu á vegi hennar.
Greinasafn eftir: stjorn
Björgun á Langjökli
27.júní var undanfarahópur sveitarinnar kallaður út til þess að fara með þyrlu LHG uppá Langjökul þar sem drengur hafði fallið í sprungu.
Leit að manni í Hfj
28.júní var boðuð leit að manni í Hafnafirði.
Leit að manni
11. júlí var boðað út vegna leitar að manni í Reykjavík.
Sykurfall í Húsadal
Sunnudaginn 19.júlí var sveitin kölluð út vegna meðvitundarlauss manns í Húsadal, Þórsmörk. Reyndist þar vera um sykurfall að ræða og hafði sjúklingurinn verið meðvitundarlaus í um klukkustund þegar björgunarsveitina bar að. Var sjúklingurinn umsvifalaust fluttur útúr mörkinni til móts við Neyðarbíl. Meira á spjallinu.
Astamsjúklingur í Básum
Laugardaginn 18.júlí var leitað til gæsluhóps sveitarinnar í Básum þar sem astmasjúklingur var í vanda. Hlúð var að einstaklingum sem jafnaði sig ágætlega.
Brunasár í Básum
Sunnudaginn 19.júlí var kallað eftir sveitinni í Básum, Goðalandi, þar sem barn hafði brennst illa á hendi. Hlúð var að brunanum og barninu komið undir læknishendur.
Viðbeinsbrot í Básum
Föstudaginn 17.júlí var sveitin kölluð út vegna viðbeinsbrotins manns í Básum, Goðalandi. Var hlúð að manninum og honum ekið til móts við sjúkrabíl við Illagil.
Fótbrotinn í Esjunni
Föstudaginn 17. júlí var sveitin kölluð út vegna fótbrotins manns í Esjunni.
Aðstoð við göngufólk í Básum
Laugardaginn 11. júlí var sveitin fengin til að aðstoða göngufólk sem orðið hafði innlyksa sökum vatnavaxta við Hruna í Goðalandi. Vel tókst til við björgunina.