Aðalfundur fór fram í gær

Aðalfundur FBSR fór fram í gær. Mættir voru um 40 inngengnir félaga auk nokkurra nýliða.

 Farið var yfir skýrslu stjórnar og hún samþykkti. Síðan var farið yfir reikning ársins en fyrir fundinn hafði gjaldkeri auk endurskoðanda tekið þá ákvörðun að reikningurinn yrði ekki samþykktur á fundinum að svo stöddu.

Teknir voru inn 3 nýjir félagar, þeir Tómas Pétur Sigursteinsson, Viktor Örn Guðlaugsson og Jóhann Garðar Þorbjörnsson.

Kosið var í stjórn félagsins. Atli Þór heldur áfram sem formaður og tveir núverandi stjórnarmenn halda áfram, þau Elsa Gunnarsdóttir og Stefán Þór Þórsson. Þeir sem hætta í stjórn eru Guðmundur Guðjónsson og Hilmar Ingimundarson (aðalmenn) og þeir Þórður Bergsson og Sigurður Sigurðsson (varamenn).

Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir þeir Guðbjörn Margeirsson og Þórarinn Ólasson.

Tveir varamenn voru kosnir, Elsa Særún Helgadóttir og Ásgeir Sigurðsson.

Kvenndeildin sá um dýrindis kaffiveitingar á fundinum eins og venjulega.