Jarðskjálfti í Árnessýslu

Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt voru tjöld og greiningastöðvar á svæðið. Björgunarsveitir, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, fóru í öll hús á svæðinu, þ.m.t. alla sveitabæi og sumarbústaði.
Frá FBSR fóru þrír fullmannaðir bílar og sinntu þeir ýmsum verkefnum á svæðinu.