Snjóbylur í Reykjavík

 

Það
fór ekki framhjá neinum að aðfararnótt sunnudags reið einn mesti
snjóbylur um árabil yfir Suðvesturlandið. Hér í Reykjavík voru
björgunarsveitir kallaðar út og bílahópur FBSR var á ferðinni um borg
og bý til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar.  

Fimm manns voru á vaktinni á tveimur bílum frá klukkan sex um
morguninn til um klukkan 17  í gær, sunnudag.  Verkefnin
fólust aðallega í að kippa í bíla sem sátu fastir og að ferja
starfsfólk á heilbrigðisstofnunum til og frá vinnu. Verkefnin tókust í
alla staði ljómandi vel.

Skildu eftir svar