Stór jeppaferð sveita á svæði 1


Nú um helgina 24. til 26. nóvember stefna bílahópar björgunarsveita á svæði 1 upp á hálendið
í stóra reisu. Tilgangurinn, auk þess að hafa gaman að, er að þjappa
hópunum meira saman og auka samstarfið. Farið verður í Veiðivötn á
föstudagskvöldið og síðan tekinn stór og góður hringur um helgina.
 

Bílahópar HSSR, HSSG og HSSK munu fara með okkur í þessari ferð. Þessa
stundina er verið að fletta í sundur kortunum og ákveða nánar rúntinn
sem á að taka en í öllu falli er markmiðið að gera þetta að
skemmtilegri og krefjandi ferð þannig að menn fái sem mest út úr
henni. 

Skráning og allar nánari upplýsingar eru hjá Ásgeiri í síma 861 2998 

Skildu eftir svar