Páskaferð í boði B2

Eins og venja er sér B2 um að skipuleggja Páskaferð FBSR. Að þessu sinni er stefnan tekin á Skaftafell. Lagt verður af stað
að morgni fimmtudagsins 21. apríl  (Skírdag).  Líklega verður gist í
tjöldum í Skaftafelli en fólk getur auðvitað líka haft sína hentisemi með það.  

 

Dagskráin
verður samsett af styttri ferðum (oftast dagsferðum) út frá Skaftafelli
sem gerir fólki kleift að koma og fara eftir hentisemi og áhuga.  Athugið að staðsetning var sérstaklega valin svo að flubbar gætu komið með fjölskylduna með og allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Gróf dagskrá hefur verið sett saman til viðmiðunar en hún gæti breyst eftir áhuga, aðstæðum, veðri og fleiru.

Fimmtudagur (Skírdagur / Sumardagurinn fyrsti):
 – Þumall
 – Kristínartindar / Svartifoss

Föstudagur (Föstudagurinn langi):
 – Þumall (seinni dagur)
 – Hnappavellir
 – Gönguferð á Blátind

Laugardagur:
 – Ísklifur
 – Hnappavellir
 – Grill um kvöldið

Sunnudagur (Páskadagur):
 – Þverártindsegg (krefst smá aksturs)
 – Hnappavellir

Aðrir dagskrárliðir sem á eftir að finna tíma á (ræðst m.a. af áhuga):
 – (Fjalla-)skíðaferð a la Stefán gjaldkeri

Smá skýringar:

Þumall: Gengið inn í Morsárdal eftir að komið er í
Skaftafell á fimmtudegi.  Gist þar og farið daginn eftir á fjallið.
Þumall sjálfur er dálítið klettaklifur sem er samt ekki erfitt.  Ef
aðstæður eru erfiðar fyrir Þumal mætti fara á Miðfellstind í nágrenninu.  Gæti orðið mögnuð ferð ef vel tekst til.

Kristínartindar / Svartifoss: Ætti að henta flestum sem vilja taka því "rólega".

Hnappavellir: Klifur og kósýheit.

Ísklifur: Að öllum líkindum klifur í skriðjökli.

Þverártindsegg: Með flottari toppum / eggjum Íslands.  Myndir má sjá á: http://www.fjallafelagid.
is/
myndir/113

Blátindur: Ekki tæknilega erfitt en langur labbitúr ef
farið er fram og til baka á einum degi. Útsýnið er ótrúlegt á góðum
degi. Mynd segir meira en mörg orð:
https://picasaweb.google.com/
david.karna/
20100617NupstaAskogarSkaftafel
l#5505799955871843554

(Fjalla-)skíðaferð: Stefán gjaldkeri hefur hug á að
fara á skíðum upp á jökul (Hnappavallaleið á Rótarfellshnjúk). Það á
víst að vera hægt á gönguskíðum – niðurleiðin verður bara spennandi.
Óljóst hvaða dag þetta yrði en allavega ekki á fimmtudegi.

Þetta er alls ekki endanlegur listi yfir hvað verður gert svo ef þið lumið á góðum  hugmyndum endilega komið þeim á framfæri.

Til að geta gengið almennilega í skipulagningu þyrftum við að fá að vita
sirka hversu mörgum við megum eiga von á, bæði varðandi gistingu, pláss
í bílum og skipulagningu einstakra liða, við biðjum ykkur því að svara
eftirfarandi spurningum og koma svörum til okkar á [email protected].  Vinsamlegast svarið já, nei eða kannski:

– Hefur þú áhuga á að koma í páskaferð (ef einhverjir koma með ykkur vinsamlegast tilgreinið það)?
– Mundir þú koma á einkabíl?
– Mundir vera allan tímann (ef nei, vinsamlegast tilgreinið tíma)?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þumal?
– Hefur þú áhuga á ísklifri?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þverártindsegg?
– Hefur þú áhuga á skíðaferð?

Skildu eftir svar