Björgunarsveitir á hálendinu í sumar

Í sumar ætlar SL að keyra slysavarnaverkefni á hálendinu og hefur óskað eftir samstarfi við björgunarsveitir. Áætlað er að keyra verkefnið í 7 vikur frá lok júní og fram í ágúst. Markmið verkefnisins eru; að vera með björgunarsveitir til taks á hálendinu, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar, merkja vöð og vegleysur, fækka slysum.

Verkefnið hefur verið skipulagt þannig að hálendinu er skipt gróft í 4
hluta; Kjöl, Fjallabak, Sprengisand og norðan Vatnajökuls. Þannig að á
hverjum tíma í þessar 7 vikur verða 4 björgunarsveitir á hálendinu. Nú
þegar er FBSR skráð til leiks og mun dagsetning okkar verkefnis verða
auglýst síðar. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt geta tjáð sig á
sérstökum umræðuvef á innra netinu sem tengist ofangreindu. 

Við þetta má bæta að Landsbjörg hefur tryggt fjármagn í verkefnið.
Fjarmagninu verður skipt þannig að sveitir fá greiddar 120.000 kr upp í
eldsneytis- og matarkostnað. Einnig hefur Ferðafélag Íslands boðið fram
gistingu til verkefnisins. 

Eyrún Pétursdóttir


 

 

 

Fullt nafn: Eyrún Pétursdóttir

Gælunafn:  Hef í rauninni ekkert, var
samt kvölluð Eyja Peyja þegar að ég var
lítil.

Aldur:  23, nýbúin að eiga afmæli

Gekk inn í sveitina árið: Byrjaði í B1 2003 og gekk inn í
sveitina 2005

Atvinna/nám:  Er á hönnunarbraut í
Iðnskólanum í Reykjavík og er þessa daganna á fullu að sækja um í arkitektúr
bæði hér heima og erlendis.

Fjölskylduhagir:  Einhleip og bý en
heima hjá gamla pakkinu. Það ætti nú samt að fara að breytast.

Gæludýr:  Á ein hund sem heitir Midas

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Er í sjúkrahóp og leitarhóp og á
reyndar líka að vera í snjóbílahóp, en það hefur nú eitthvað lítið farið fyrir
því í vetur. Hef séð um gæsluverkefni fyrir sveitina og var sölustjóri í
flugeldunum um síðustu áramót .

Áhugamál:  Útivist, útivera, fara á
fjöll og allur sá pakki, hönnun, tíska, teikna og mála og í rauninni flest sem
gert er með höndunum, ferðast hér heima og erlendis..og bara hafa gaman af
lífinu.

Uppáhalds staður á landinu:  Hmm, þeir
eru svo margir en samt sennilega einna helst Þórsmörk og þá sérstaklega fyrstu
helgina í júlí. Annars er líka algjör snilld að vera bara upp á einhverjum jökli
í blíðskaparveðri, alveg sama hvaða jökull það annars er.

Uppáhalds matur:  Sennilega kjúklingur.
Annars finnst mér tómatsósa líka mjög góð og set hana ofan á allt í tíma og
ótíma.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún?  Úff, erfið spurning, en sennilega það sama og allir aðrir segja, að ég ætti
endalaust af óskum. En ef það væri bannað þá yrðu hún sennilega bara friður á
jörð eða eitthvað jafn ófrumlegt.

Æðsta markmið:  Að sigra heiminn.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:  Sennilega gönguskíðaferðin inn í
Landmannalaugar í mars 2005. Hún var bara snilld frá A – Ö

 


Snemma beygist krókurinn.


Skælbrosandi í Mörkinni


Nýliðahópurinn minn

 


Í Sólheimajökli


Ég og Halldór á leiðinni á Hvannadalshnjúk


Inni í snjóhúsi með Ernu og Óla


Í Tindfjöllum


Meðvitundarleysi æft á fyrstu hjálpar æfingu


Erna, Halldór, Mummi, Óli og ég


Í skálanum í Landmannalaugum á góðri stund


Ég að keyra snjóbílinn


Ég og Steinar


Klifrað í Valshamri

 

 

 

 

Leit að manni á bíl

Frá því um miðnætti í nótt og fram yfir hádegi var ákaft leitað að ungum manni sem vitað var að væri akandi á grárri Toyota Corolla bifreið. Bílar frá FBSR voru sendir í slóðaleit.

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst útkall vegna ungs manns sem saknað var. Síðast var vitað um hann akandi grárri Toyota Corolla bifreið. Mjög víðtæk leit var gerð að bifreiðinni um Suðvesturland. Ellefu manns frá okkur fóru í slóðaleit í nágrenni höfuðborgarinnar og víðar og skiptust á að manna vaktir við akstur og leit.

Maðurinn fannst svo látinn um eftirmiðdaginn í dag. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill koma á framfæri samúðaróskum til aðstandenda.

Tindfjallaferð með nýliða í mars 2006

Tindfjallaferð með nýliða



mars 2006

 Það var meiningin að B2 færu á tindana sjö og B1 á
tindana tvo, það er Ýmir og Ýmu. Allt þetta brást vegna óvæntra snjókomu á
aðfaranótt laugardags. Þegar við vöknuðum á laugardeginum var rúmlega 20
sentimetra jafnfallinn snjór yfir áður auðri jörð og í fjöllunum, sem við
ætluðum að fara á, var komin mígandi snjóflóðahætta. Skyggnið var nánast ekkert
og fékk Halli Kristins að kenna á því þegar hann steig útí "ekkertið" og fékk
smávægilega byltu. B2 komust þó á Haka og varð ekki meint af.

Svo var dagurinn notaður til að skoða snjóinn og meta hann með tilliti til
hættu á snjóflóði, einnig var æfð gerð og notkun á snjópolla. Það fannst
kvenþjóðinni merkilegt að hægt væri treysta þess háttar tryggingu. Síðan voru
rifjuð upp ýmis atriði úr vertarfjallamennsku 1 og 2 og undu þær allar glaðar
við sitt fram undir kveld. Meðan á þessu stóð fóru Stefán og Halli K. með B1 á
Bláfell og
gösluðust fram og til baka í snjónum hvort sem var í línu eður ei.
Svo var sameiginleg kyrrðarstund fyrir matinn og mannskapurin fór snemma að sofa
og kepptust bæði menn og konur við að ná 12 tímunum.

Á sunnudeginum var sama ástand í fjöllum. B1 tók smá rúnt um svæðið en B2
ætluðu á Þríhyrning en þar var allt við það sama, því fór hópurinn í laugina á
Hvolsvelli og svo í pizzu. Komið var í bæinn síðdegis

 


Söguritarinn, Matti Zig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjötindaferð í Tindfjöllum

 Tindfjallaferð með nýliða
– önnur helgin í mars 2006

Sigra átti sjö tinda en það fór öðruvísi en ætlað var.

 Það var meiningin að B2 færu á tindana sjö og B1 á tindana tvo, það er Ýmir og Ýmu. Allt þetta brást vegna óvæntrar snjókomu á aðfaranótt laugardags. Þegar við vöknuðum á laugardeginum var rúmlega 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir áður auðri jörð og í fjöllunum, sem við ætluðum að fara á, var komin mígandi snjóflóðahætta. Skyggnið var nánast ekkert og fékk Halli Kristins að kenna á því þegar hann steig útí "ekkertið" og fékk smávægilega byltu. B2 komust þó á Haka og varð ekki meint af.

Svo var dagurinn notaður til að skoða snjóinn og meta hann með tilliti til hættu á snjóflóði, einnig var æfð gerð og notkun á snjópolla. Það fannst kvenþjóðinni merkilegt að hægt væri treysta þess háttar tryggingu. Síðan voru rifjuð upp ýmis atriði úr vertarfjallamennsku 1 og 2 og undu þær allar glaðar við sitt fram undir kveld. Meðan á þessu stóð fóru Stefán og Halli K. með B1 á Bláfell og
gösluðust fram og til baka í snjónum hvort sem var í línu eður ei. Svo var sameiginleg kyrrðarstund fyrir matinn og mannskapurin fór snemma að sofa og kepptust bæði menn og konur við að ná 12 tímunum.

Á sunnudeginum var sama ástand í fjöllum. B1 tók smá rúnt um svæðið en B2 ætluðu á Þríhyrning en þar var allt við það sama, því fór hópurinn í laugina á Hvolsvelli og svo í pizzu. Komið var í bæinn síðdegis

 

{zoomcat catid=7} 

Þriggja sveita ferð

Föstudaginn 17. mars verður farið í “þriggja sveita tækjaferð”. Það eru Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík, Hellu og V-Hún sem ætla að fylkja liði upp á hálendið. Umsjón með ferðatillögun verður í höndum Húnvetninga og er stefnan tekin á Arnarvatnsheiði (ef snjóalög leyfa). Vegna lítilla snjóalaga undanfarið má þó vera að einhverjar breytingar verði á ferðatillögum og jafnvel að einhverjir jöklar verði fyrir barðinu á vélfákum sveitanna.

Eins og áður getur er þetta tækjaferð og er öllum, inngengnum og nýliðum, heimil þátttaka meðan pláss leyfir. Hellu menn leggja af stað kl. 19:00 á föstudeginum en við stefnum á að leggja af stað kl. 20:00 frá Flugvallarvegi. Á laugardagskvöldinu verður sameiginlegt grill og sögusamkeppnin „ýkjusögur flubba 2006“ haldin í fyrsta sinn. Komið verður til baka á sunnudagseftirmiðdaginn. Skráning fer fram á félagasvæðinu og allar frekari upplýsingar veitir Halli K sem verður fararstjóri f.h. FBSR.

Þriggja sveita ferð

Föstudaginn 17. mars verður farið í “þriggja sveita tækjaferð”.  Það eru Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík, Hellu og V-Hún sem ætla að fylkja liði upp á hálendið.  Umsjón með ferðatillögun verður í höndum Húnvetninga og er stefnan tekin á Arnarvatnsheiði (ef snjóalög leyfa).  Vegna
lítilla snjóalaga undanfarið má þó vera að einhverjar breytingar verði
á ferðatillögum og jafnvel að einhverjir jöklar verði fyrir barðinu á
vélfákum sveitanna.  

Eins og áður getur er þetta tækjaferð og er öllum, inngengnum og nýliðum, heimil þátttaka meðan pláss leyfir.  Hellu menn leggja af stað kl. 19:00 á föstudeginum en við stefnum á að leggja af stað kl.
20:00 frá Flugvallarvegi.  Á laugardagskvöldinu verður sameiginlegt
grill og sögusamkeppnin "ýkjusögur flubba 2006" haldin í fyrsta sinn. 
Komið verður til baka á sunnudagseftirmiðdaginn.  Skráning fer fram á félagasvæðinu og allar frekari upplýsingar veitir Halli K sem verður fararstjóri f.h. FBSR.

 

 

Nýliðaferð í Tindfjöll – 27. – 29. febrúar 2006

Nýliðaferð í Tindfjöll í rigningu og sudda 

Það er fastur liður í þjálfunarferli hvers nýliða að fara í Tindfjöll oftar en einu sinni. Í febrúarlok fóru báðir nýliðahóparnir þangað saman. B1 (fyrra ár) gróf snjóhús til að gista í en B2 (seinna ár) freistuðu þess að komast á Ými og Ýmu, tinda Tindfjallajökuls.

Ekki tókst það verkefni hjá B2 en í staðinn var æfð rötun í 10 m. skyggni og tókst sú æfing með ágætum en eðli málsins samkvæmt eru ekki til myndir af því.

Svo var kvöldinu eytt í át og í verkefni sem miðaði að því að koma hitanum í Ísalp skálanum í 20°C með aðstoð MSR bensín prímusa og annarra gas prímusa. Það var ekkert vit í því að nota kamínuna því kofinn fylltist bara af reyk við það.

Á sunnudeginum var svo plammpað á skíðum í krapa og vatnselg. Ekki var hægt að skíða alla leið niður þannig að skíðin vöru öxluð fyrir ofan sneiðinginn. Svo var komið við hjá Gallerí pizza á Hvolsvelli og hlaðborðinu þar gerð góð skil og eins og ein myndin ber með sér eru sumir alltaf tilbúnir ef sólin skyldi brjótast fram.

 

 


B2 hópurinn ásamt Diablo sjálfum (í miðjunni)

 


Veislufæði


Ekki svo mikið veislufæði

 

 

 


Viðar hélt sýningu á sumarlínunni á Gallery Pizza á Hvolsvelli

 

Jón Þorgrímsson


 

 

Fullt nafn: Jón Þorgrímsson

Gælunafn: Rennijón.

Aldur: Fimmtíu og átta í dag

Gekk inn í sveitina árið: Vorið 1993

Atvinna/nám: Rennismíðameistari.

Fjölskylduhagir: Giftur á þrjú börn og fimm afabörn.

Gæludýr: Ég gæli mikið við ísaxirnar mínar þessa dagana
(aðallega heima)

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Var í
undanfarahóp (kannski ennþá, allavega fæ ég ennþá póst frá Himma). Sinnti einnig
þjálfun og fararstjórn.

Áhugamál: Fjallamennska, ljósmyndun og hlusta á jazz.

Uppáhalds staður á landinu: Sauðeyjar á Breiðafirði.

Uppáhalds matur: Marineraður lundi eldaður í fjallakofa að
hætti LÖS.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún? Vera betri í dag og
hlakka til komu sjötta afabarnsins.

Æðsta markmið: Að komast hærra.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru æði mörg
augnablikin, sennilega haustferðirnar sem ég hef séð um, en þó stendur alltaf
upp úr toppadagurinn mikli á Hvannadalshnjúk með vinunum úr undanfarahópnum
10.des ,97 þegar ég varð fimmtugur.


Vetrarferð á Kálfstindum, B2 1992


Nýliðaþjálfarinn Guðjón


Vetraræfing B2 1992


Nýliðaferð í Gígjökli


Hornklofi í Tindfjöllum


Haustferð í Láxárgljúfrum


Alltaf gaman á fjöllum!


Á Þverártindsegg


Gönguhópurinn á Bárðabungu á 50 ára afmæli FBSR


Toppadagurinn mikli


Á Mont Blanc með Jökli 2001


Alltaf gaman að kvelja gæludýrin


Á Toppi Sr. Donald í Canada 2004


Dúfuspíran í Kanada 2004


Jökull undirbýr næstu spönn, Kanada 2004


Á Múlafjalli með Róbert


Brölt í Hamrahnjúki


Afi og barnabörnin


Axel Emin að toppa Kirkjufellið með afa vorið 2005, þá 9 ára.


Stoltir veiðimenn á Sauðeyjarsundi


Lundaveiði í Sauðeyjum

 

Skessuhorn í febrúar 2006 – Þegar reyndi á þjálfun nýliðanna!

B1 og B2 héldu í Skarðsheiði laugardaginn 11. febrúar og hugðust
spreyta sig á vetrafjallamennsku 1 og 2. Spáin gerði ráð fyrir hæglætis
veðri fram eftir degi en svo átti að þykkna upp. Auðvitað gekk það
eftir. Aðstæður fyrir hópana voru samt góðar. Bjarni Nikolai og Maggi
Stálmús kenndu B1 undirstöðuatriðin á meðan Atli, Diablo, Steinar og
Óli fóru með B2 á Skessuhorn.

Ferðin upp á Skessuna gekk sæmilega og allir voru sáttir að ná
tindinum þó ekkert væri skyggnið. Á leiðinni niður var þreytan farin að
segja til sín og eflaust hafði það eitthvað með það að gera þegar
Diablo missti jafnvægið og rann stjórnlaust niður bratta
harðfennisbrekku og í fátinu missti hann öxina sína. Þegar hann þaut
framhjá nýliðunum sínum hugsaði hann "þau hljóta að stoppa mig". Það
var einmitt það sem gerðist. Mía litla og Ragna brugðust við alveg eins
og þeim hafði verið kennt ári áður, fleygðu sér niður, gjörsamlega
grófu axir sínar í harðfennið og skeyttu engu um steinana sem urðu á
vegi þeirra fyrir neðan. Stelpurnar eiga því hrós skilið fyrir þessi
viðbrögð!

Eftir þetta sigum við niður bröttustu kaflana og slógum svo upp
tjöldum í 640 metra hæð. Þar áttum við ágætis dvöl í roki og
skafrenningi. Daginn eftir var ræst klukkan 9 og arkað til móst við
bílana sem voru komnir að sækja okkur.

 


Mía er á svipinn eins og hún kunni ekkert á þetta verkfæri en allt annað átti
eftir að koma í ljós!


Maggi stálmús og Atli ofurhugi


B-hóparnir ásamt þjálfurum

 


F.v. Óli, Atli, Steinar, Viðar, Evvi

 

 

 

 


Ragna og Sóley (Mía)

 

 


Diablo kuldalegur