Nýliðaferð í Tindfjöll – 27. – 29. febrúar 2006

Nýliðaferð í Tindfjöll í rigningu og sudda 

Það er fastur liður í þjálfunarferli hvers nýliða að fara í Tindfjöll oftar en einu sinni. Í febrúarlok fóru báðir nýliðahóparnir þangað saman. B1 (fyrra ár) gróf snjóhús til að gista í en B2 (seinna ár) freistuðu þess að komast á Ými og Ýmu, tinda Tindfjallajökuls.

Ekki tókst það verkefni hjá B2 en í staðinn var æfð rötun í 10 m. skyggni og tókst sú æfing með ágætum en eðli málsins samkvæmt eru ekki til myndir af því.

Svo var kvöldinu eytt í át og í verkefni sem miðaði að því að koma hitanum í Ísalp skálanum í 20°C með aðstoð MSR bensín prímusa og annarra gas prímusa. Það var ekkert vit í því að nota kamínuna því kofinn fylltist bara af reyk við það.

Á sunnudeginum var svo plammpað á skíðum í krapa og vatnselg. Ekki var hægt að skíða alla leið niður þannig að skíðin vöru öxluð fyrir ofan sneiðinginn. Svo var komið við hjá Gallerí pizza á Hvolsvelli og hlaðborðinu þar gerð góð skil og eins og ein myndin ber með sér eru sumir alltaf tilbúnir ef sólin skyldi brjótast fram.

 

 


B2 hópurinn ásamt Diablo sjálfum (í miðjunni)

 


Veislufæði


Ekki svo mikið veislufæði

 

 

 


Viðar hélt sýningu á sumarlínunni á Gallery Pizza á Hvolsvelli

 

Skildu eftir svar