NýliðaFundur i kvöld

Hæhæ
Takk fyrir síðast, það var dúndurmælting á nýliðakynningarnar og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest í kvöld kl 19:55.
• Jónasi Guðmunds leiðist ekki að miðla reynslu og þekkingu. Hann mun renna yfir helsta fatnað og búnað sem þarf til fjallaferða. Vil minna ykkur á að koma með seðla, 3500kr fyrir bókum.
• Skráning fer fram í Helgarferðina yfir Heiðina háu.
o Skipt verður í tjald og prímushópa. Til eru 6 fjagramanna tjöld og eitt tveggja manna , restinni þarf að redda. Þeir sem eiga tjald og/eða prímus mega endilega gefa sig fram í kvöld.
• Fyrir þá sem langaði að byrja prógrammið strax í gær, geta tekið forskot á sæluna og mætt á hlaupaæfingu kl 18:15. Æfingastjóri í kvöld verður Símon Elvar.

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld
Kv Heiða og Sveinborg