Kynningarfundur leitarsviðs

Kynningarfundur leitarsviðs

Þriðjudaginn 6. sep kl 19:00 verður kynningarfundur leitarsviðs haldinn. Þórarinn Gunnarsson hefur tekið að sér að vera formaður sviðsins og honum til aðstoðar verða Stefán Þór og Sigga Sif. Á fundinum verður hægt að skrá sig á sviðið. Þeir sem ekki komast á fundinn en vilja starfa með sviðinu í vetur eru beðnir um að senda tölvupóst á Þórarinn ([email protected]). Bent er á að nýliðum í B2 er velkomið að starfa með sviðinu.

Dagskrá kvöldsins:

Markmið sviðsins kynnt
Hlutverk innan sviðsins kynnt
Farið yfir dagskrá vetrarins og ný hefð kynnt til sögunnar
Opin umræða um stefnu og framtíðarsýn sviðsins