Kassbohrer

Mánudaginn  22.september kl 17:00 á Flugvallarvegi mætir Harald Häege sölustjóri hjá Kässbohrer í heimsókn til okkar og kynnir fyrir okkur það nýjasta frá þeim.
Við skulum mæta þar, öll sem hafa áhuga fyrir snjóbílarekstri, til þess að fá tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í heimi snjóbílanna óháð því hvenær svo sem verður af endurnýjun okkar eigin snjóbíls.

 

Þá er ekki úr vegi að minna á föstu leikatriðin:

  •  Hlaupahópurinn hittist á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15, allir velkomnir. 
  •  Þá verða opnu stjórnarfundirnir síðasta mánudag í mánuði í vetur.
  •  Þriðjudagar klukkan 20 eru vinnudagar en þá stefnum við sem flestum á Flugvallarveg til að hittast í spjalli og gera það sem gera þarf hverju sinni.
  • Alla laugardagsmorgna klukkan 10 hittast gömlu sleggjurnar í kaffi og hafa til þess herbergi Kvennadeildarinnar.
  • Samæfingar leitarhópa eru annan mánudag í mánuði.  Þar mæta þeir sem áhuga hafa á leitartækni.
  • Samæfingar undanfara eru þriðja miðvikudag í mánuði. Þar mæta svokallaðir undanfarar ásamt undanrennu.