Búnaðarbazar ISALP og FBSR 25. september

Íslenski alpaklúbburinn og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík halda sameiginlegan búnaðarbazar í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, fimmtudaginn 25. september.
Á þessum síðustu og verstu er ekki úr vegi að gramsa í geymslunni og draga fram allt ónotaða glingrið.

Áttu notaða eða nýja gönguskó, tjöld, dýnur, prímusa, skíði, skíðaskó, sólgleraugu, hnébuxur, goretex eða seglklæðnað, stafi, fjallhlífa, kite, svefnpoka, bakpoka, klifurdót sem ekki er komið yfir síðasta söludag, brodda, axir eða eitthvað annað í ætt við þennan lista?
Ef svo er, mættu þá á búnaðarbazarinn og komdu þessu í verð.

Við stefnum að stærsta búnaðarbazar áratugarins. Við hvetjum alla sem vilja gera góð kaup eða fá smá vasapening til að mæta.
Búum til alvöru markað og hittum fjallafólk!

Um kl. 20.30 munu Atli og Ágúst sýna myndir frá ferð sinni um alpana.

Við vonumst til að sjá sem flesta!!