Hornsteinn lagður að miðju landsins

Það voru Maggi, Óli, Guðgeir og Símon á FBSR4 og FBSR5 sem fóru í jeppaferð 4×4 inn að miðju Íslands. 19 til 21 janúar 2007.

Helgin var í stuttum máli 

Lagt af stað á föstudagskveldi inn í skálann Áfanga við kjalveg.

Það voru um 15 jeppar sem lögðu af stað á laugardeginum. Það var
fyrst ekið að Ingólfsskála fyrir norðan Hofsjökul svo áleiðis inn
að miðju Íslands. Settur var risastór steinn við miðju Íslands.
Eftir  það var stefnan sett inn á Sprengisand, þar sem færið fór
að verða örlítið erfitt þá sérstaklega fyrir 38" bílana. Svo bætti
aðeins í veðrið og aðstæður fóru að verða aðeins hressari. Sóttist
ferðin því hægt inn að Sóleyjarhöfðavaði. Menn voru að rífa dekk,
skilja ford eftir og rífa fleirri dekk, beygla stýristangir og fleirra.

Komið var inn að vaði um miðnætti. Fóru þá flubbabíllar í bæinn og
voru komnir þangað um kl 06:00 eftir að hafa fengið sér pylsur að eta á
Selfossi.

Hérna eru svo myndirnar.

Myndir og texti: Magnús Andrésson 

Við miðju Íslands

Á leið inn á Sprengisand

Spottaleikfimi

FBSR 5

Myndir; Magnús Andrésson

Skildu eftir svar