Opinn stjórnarfundur

Stjórn FBSR hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa opinn
stjórnarfund reglulega fyrsta mánudag hvers mánuðar. Munu þessir fundir
koma í stað haust- og miðsvetrarfundanna. Með þessu vill stjórnin
fjölga þeim fundum þar sem hún kynnir sín málefni og gefa félagsmönnum
betur færi á að fylgjast með og segja sína skoðun á starfi
stjórnarinnar. Fyrsti opni stjórnarfundurinn verður haldinn mánudaginn 5. febrúar kl. 20.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

Húsnæði
Dagskrá
Bílamál
Búnaður
Önnur mál

Kaffi í boði stjórnar úr nýju kaffivélinni.

Skildu eftir svar