Hjólaferð þriðjudaginn 30.júni

Þriðjudaginn 30. júní verður farið í hjólaferð frá Flugvallaveginum kl.
19:00. Stefnt er að því að hjóla uppí Heiðmörk sem er um 30 km hringur.
Þetta er hjólaferð sem allir ættu að geta tekið þátt í og er ágætis
prufutúr fyrir helgarhjólaferðina sem farin verður 14. – 16. ágúst að
fjallabaki.

Þetta er um 3ja tíma ferð og því gott að hafa með sér nóg að drekka og
eitthvað smá nart. Klæða sig eftir veðri og hafa með sér þetta helsta
eins og bætur og pumpu.

Ef fólk er með vanstillta gíra eða bremsur þá er möguleiki að hinir
valinkunnu snillingar Haukur Eggerts og Bubbi geti orðið fólki innan
handar með það en þá borgar sig að mæta fyrr.