Hellweekend og fyrstahjálp

Eftir að hafa verið eins og blóm í eggi síðasta árið mun annars árs nýliðum okkar nú skellt á steikarpönnuna á Hellweekend undir tryggri stjórn Matta (skratta).  
Á sama tíma mun B1 vera í fyrstuhjálparæfingum að Flugvallarvegi en í siðasta mánuði tóku þau fyrstuhjálp 1 og er verið að bæta við verklega æfingahlutann.  B1 verður undir stjórn Kittu og Emils.

Ef þig langar til að taka þátt í öðrumhvorum atburðinum skaltu hafa samband við þau eða Stefán Þ.