Haustferð Jóns Þorgrímssonar

Helgina 25. – 27. september verður haldið i Haustferð FBSR. Matti Zig verður fararstjóri að þessu sinni en ferðin verður í anda Jóns Þorgrímssonar og heitir jafnframt eftir honum. Ferðaáætlunin í ár hjómar þannig: Landmannalaugar – Strútslaug – Strútsskáli (Strútur) 

 Lagt verður af stað í Landmannlaugar á föstudagskvöld kl 20:00. Tjaldað þar og að sjálfsögðu verður fótabað í lauginni.
Laugardagurinn fer í það að koma sér að Strútslaug. Tveir möguleikar eru fyrir hendi:
   A) Að fara yfir Torfajökul og niður Laugaháls eða
B) að fara norður fyrir Torfajökul og ofaní Muggudali og þaðan að Strútslaug, þar sem hópurinn fer að sjálfsögðu í bað. Á sunnudaginum verður farið frá Strútsstígur að Strútsskála þar sem hópurinn verður sóttur.

Skráning á skráningarblöðum á Flugvallarvegi eða hjá mattizig[hja]simnet.is