Haustferð FBSR 2008 18 – 19. október

Fararstjórar Jón Þorgríms og Guðjón Örn.

Oddstaðavatn –Ljósufjöll-Miðtindur -Borg

Síðasta haustferð endaði við Hlíðarvatní Hnappadal á Snæfellsnesi.

Nú er ætlunin að halda áfram vestur eftir Snæfellsnesinu og byrja við norðurenda Oddstaðavatns.

Laugardagurinn 18. október.

Lagt verður af stað frá Flugvallarveginum stundvíslega kl: 7:00 og ekið vestur á nes. Ekið verður eftir Heydalsvegi að norðurenda Oddstaðavatns þar sem gangan hefst.

Eftir stutt stopp og létt snarl hefst gangan. Stefnan er tekin á Rauðamelsfjall og milli Svörufells og Svartafjalls þaðan að Sandfelli þar sem verður tjaldað.

Ca 15km í beinni loftlínu.

Sunnudagurinn 19. október.

Morgunmatur kl: 7:00,  síðan hefst gangan á Miðtindinn, við förum létt og skiljum tjöld og annan búnað eftir sem við þörfnums ekki. Geri ráð fyrir ca 4-5 tímum upp og niður.

Pökkum saman og göngum niður að Borg, áætlaður komutími þangað kl: 15:00.

Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Aðrar heimildir: Íslensk fjöll eftir Ara Trausta.

Skráning í ferðina er á spjalli FBSR, á blaði niðrí sveit eða senda póst á ritari<hja>fbsr.is

Skráningu lýkur miðvikudaginn 15. október kl. 23.00.