Fyrsta ferð nýliðaflokks B1

Nú fer hver að verða síðastur til að vera með í nýliðastarfi vetrarins. Fyrsta ferðin er núna um helgina, en ennþá er hægt að hafa samband og skrá sig ef áhugi er fyrir hendi. Að loknum vel heppnuðum kynningarfundum á nýliðastarfi
Flugbjörgunarsveitarinnar, heldur hópurinn af stað í sína fyrstu ferð
helgina 8. til 10. sept .

 

Farið verður í skála skíðadeildar Fram í
Eldborgargili en þar verður farið yfir almenna ferðamennsku á fjöllum.
Fyrir þá sem ætla með er vert að geta þess að brottför er frá húsnæði
sveitarinnar kl 20 á föstudagskvöld. Hvað þarf að hafa meðferðis er
hægt að finna í dagskránni hér vinstra megin á síðunni, með því að smella á ferðina.

Á þriðjudag, 12. sept, verður síðan fyrsti kvöldfundur hópsins haldinn.
Þá er stefnan að fara í gegnum fjarskipti og taka almennilega á móti
þeim sem ekki komust um helgina. Ef einhver hefur einhverjar spurningar
er hægt að hafa samband í tölvupósti á netfangið [email protected]
og einnig í síma 669 9812.

Skildu eftir svar