Flugverndarnámskeið – þriðjudaginn 2.júní

Þriðjudaginn 2.júní kl 20.00 munu Flugstoðir halda flugverndarnámskeið fyrir
félaga FBSR á Flugvallarveginum. 

Á
námskeiðinu er m.a. farið í grundvallaratriði flugverndar, aðgengi og umgengni
um flugvöllinn og akstur á flugvallarsvæðinu. Í framhaldi af námskeiðinu er hægt
að sækja um/endurnýja heimilid sem veitir aðgang að flugvallarsvæði
Reykjavíkurflugvallar. Námskeiðið tekur u.þ.b. 1 1/2 klst.

Námskeiðið er félögum að kostnaðarlausu en þeir
aðilar sem myndu innleysa skírteini í framhaldinu þurfa að greiða
sjálfir fyrir
skírteinið. Umsóknareyðublöð fyrir skírteini verða á staðnum. Einnig
verður Jón Svavars með myndavélina en skila þarf passamynd á rafrænu
formi inn vegna skírteinanna.

Við hvetjum alla félaga
til að mæta á námskeiðið þó þeir sæki ekki endilega um aðgangsheimild í
framhaldinu. Til að átta okkur á fjölda þátttakenda eru þeir sem hyggjast mæta beðnir um að láta Jón Svavarsson vita í síma 8930733 eða með
tölvupósti á [email protected]

Kær kveðja,
Stjórnin