Félagakvöld – fyrirlestur um háorkuáverka og ofkælingu

Athugið breytta dagsetningu!

Þriðjudagskvöldið 26.maí mun Lárus Petersen sjúkraflutningamaður og flubbi fjalla um háorkuáverka og ofkælingu. Lárus hefur starfað sem sjúkraflutningamaður lengi og hefur mikla reynslu í þeim málum. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsalnum á Flugvallarvegi og hefst kl 20.00.