Flugeldaslútt

Sælt veri fólkið og velkomin á árið 2008 😀

Nú er komið að okkar árlega SLÚTT- Partýi ! Jeii gaman saman !

Fjörið fer fram n.k laugardag þann 12 jan

Gleðin hefst kl 20:00 og verðum við öll mætt stundvíslega enda erum við professionals í því að vera á réttum tíma á réttum stað ! Þemað í partýinu verður Áramót enda hafa sennilega mörg okkar annað hvort misst af komu nýja ársins eða verið út á þekju vegna svefnleysis síðustu daga desembermánaðar 2007. Þetta verður að sjálfsögðu alvöru áramótargleði þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi, hattar og tilheyrandi verða á staðnum og skálað verður fyrir ,,nýju” ári kl 00.