Aðstoð á Arnarvatnsheiði

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var kölluð út 28. desember til aðstoðar Rannsóknarnefnd Flugslysa en lítilli flugvél hafði hlekkst á á Arnarvatnsheiði fyrr um daginn.  Fór sveitin með rannsóknarmann frá RNF upp að vélinni og heppnaðist ferðin vel þrátt fyrir slæmt færi.