Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Jónsmessa hjá beltamönnum sumarið 2003

Sólstöðuhelgina 21.-22. júni fóru tveir meðlimir beltaflokks á Langjökul til að hrista aðeins úr sér slenið eftir langan tíma á malbikinu. Voru þetta undirritaður Arnar Bergmann ásamt Jóhanni S. Sveinssyni þ.e. nýju gaurarnir í beltaflokki.

Planið var að fara í dagsferð á sunnudeginum en þegar við hittumst á laugardagskvöldið til að græja sleðana var veðrið svo flott að við drifum okkur bara strax úr bænum. Var stefnan tekin á Jaka, skála Íslenskra Ævintýraferða ofan Þjófakróka við vestanverðan Langjökul. Er við keyrðum í hlað í rjómablíðu um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags og fórum að græja okkur  uppgötvaði ég mér til skelfingar að kassinn af sleðanum mínum hafði gleymst  í bænum. Upphófst þá mikil leit að blóraböggli og eftir skamma umhugsun ákvað ég að skella skuldinni á félaga vorn Hallbjörn “Björninn” Magnússon en hann hafði einmitt hringt í mig um það leyti  sem ég var að ganga frá kassanum (he, he, he). En við héldum okkar striki og lögðum á jökul um 03.30, var stefnan sett á Geitlandsjökul til að byrja með og yfir að Presthnjúk.
Þegar við vorum búnir að kanna svæðið í nágrenni Geitlandsjökuls og dást aðeins að útsýninu þarna uppi var ákveðið að keyra í átt að Þursaborg og Fjallkirkju enda löngu kominn háttatími hjá öllu venjulegu fólki. Keyrðum við sem leið lá yfir hábungu jökulsins en gekk hægt þar sem jökullinn var frekar ósléttur. Þegar við komum að Þursaborg var tekið stutt myndastopp ofan í geilinni áður en haldið var í skálann í Fjallkirkju til að hvílast. Vorum við komnir um 07.00 í skála og orðnir ansi þreyttir.

Eftir smá kríu, sem reyndar teygðist á langinn, var haldið til baka í Jaka með smá stoppi við Pétursborg. Vorum við svo komnir í bílinn um 16.30.

Þá var haldið heim á leið og menn sáttir eftir frábæra ferð á jökul.

Arnar Már Bergmann
Beltaflokki FBSR

 

Við leitum að nýju fólki

Hefur þú hugleitt það að snjór geti verið eitthvað annað en eitthvað sem er fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku, jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski áttu þá erindi til okkar!

 

Við leitum að nýju fólki sem er til í að takast á við þau ótrúlega fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem björgunarsveitarfólk þarf að glíma við.

Kynningarfundir fyrir nýliða verða haldnir í húsi okkar við Flugvallarveg (sjá kort hér4. og 7. september kl. 20.

Ef þú getur ekki mætt á kynninguna þá getur þú alltaf fengið upplýsingar hjá Sigurgeir nýliðaflokkstjóra.

Á þessari síðu getur þú lesið örlítið um nýliðastarfið og út á hvað það gengur. Við viljum samt eindregið hvetja fólk til að mæta á kynningarfundina til fá upplýsingarnar beint í æð og sjá með eigin augum hvað við erum að gera.

 

 

Leifur Örn á þaki heimsins

Félagi okkar Leifur Örn Svavarsson náði í gær ásamt Hallgrími Magnússyni upp á tind Lenín í Kirgistan sem er 7134 m. hár. Leiðangurinn hefur tekið tvær vikur en þeir hafa reglulega sent frá sér fréttir sem hafa birst á

vef Útiveru, www.utivera.is, og þar má lesa um allan leiðangurinn.

Þess má einnig geta að formaður okkar, Atli Þór Þorgeirsson, er þess
dagana líka staddur í fyrrum Sovét, nánar tiltekið í Kákasus, að glíma
við Elbrus tindinn sem er 5642 m. hár. Við fáum einnig fréttir af
ferðum hans hér á vefnum fljótlega.

.

Tindfjallasel reist!

Um helgina fóru nokkrir vaskir menn upp í Tindfjöll til að reisa nýja skálann, en hann er samvinnuverkefni Flugbjörgunarsveitanna í Reykjavík og á Hellu, Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og

Björgunarsveitar Landeyja.

Framkvæmdinni var skipt þannig að sveitirnar austan heiða reistu grunninn en við settum saman veggeiningarnar. Þær voru svo fluttar upp í Tindfjöll nú um helgina og reistar upp ásamt sperrum. Sú framkvæmd gekk í alla staði vel en við látum myndirnar tala sínu máli að svo stöddu.

 

 

 

 

Hallgrímur Kristinsson

Hallgrímur Kristinsson


Fullt nafn:
Hallgrímur Kristinsson

Gælunafn: Halli Kristins

Aldur: undir meðalaldri íslensku þjóðarinnar!

Gekk inn í sveitina árið: fyrir síðustu aldarmót held ég…

Atvinna/nám: Nokkrar háskólagráður hafa skilað mér stjórnunarstöðu í skriffinnskuborginni Brussel.

Fjölskylduhagir: giftur fegurðardrottningu og þrjú börn

Gæludýr: Snjólfur VIII !!

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef
sinnt rekstri sveitarinnar síðustu ár þ.e. stjórn, stefnumótun og því
tengdu.  Þess fyrir utan hef ég í gegnum árin starfað með flestum hópum
að undanskildum fallhlífar- og sjúkrahóp.

Áhugamál: Fyrir utan fjölskylduna hefur útivist og
fjallamennska alltaf verið mjög ofarlega.  Auk þess finnst mér gaman að
skokka (þó að það sjáist ekki!) og spila einstökum sinnum skvass.

Uppáhalds staður á landinu: þegar stórt er
spurt…  Það hafa verið farnar ófáar ferðir í Mörkina í gegnum árin en
einnig eru flestir jöklar landsins í miklu uppáhaldi.  Ekki má heldur
gleyma Fjallabakssvæðinu.

Uppáhalds matur: Allt með ananas?

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að verð á fjalladóti lækkaði !?!

Æðsta markmið: Ætti þetta ekki að vera “hæsta markmið”?

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
reynsla og félagsskapur sem maður eignaðist í nýliðastarfinu skilur
eftir sig mörg eftirminnileg augnablik. Þá er lega í heitri laug að
hvíla lúna fætur og horfa á Norðurljósin ógleymanleg stund sem ég hef
sem betur fer upplifað nokkrum sinnum.  Ekki má gleyma fjallabrölti
erlendis með félögum úr sveitinni.

 


Á tindi Dom Du Miage í Frönsku ölpunum (Mount Blanc í baksýn)


Í klettaklifri með Frönskum björgunarsveitum við Annecy í Frakklandi haustið 2005


Að síga niður falljökul Hrútfjallstinda eftir að hafa lent i slæmu veðri og snúið við 150 metra frá tindinum (mynd: Doddi)


Í sólbaði á Drangajökli Hvítasunnu áirð 2002.  Andrea gerir líka tilraun við sólina.


Í ísklifri í páskalitunum árið 1999


Á Grænlandi páskana 2002


Í einni af fjölmörgu ferðum Útivistar sem ég hef „guidað“ í gegnum tíðina.  Í þetta sinn var eiginkonan með.


Með eiginkonunni á rauðvínsbúkgarði golfarans Ernie Els í S-Afríku árið 2006


Í fossasigi í Chamonix Frakklandi


Á ferðalagi með ferðafélögum á fjallið Hochkoning í Austurísku ölpunum


Feðgar á vélsleða við Landmannalaugar.  Snjólfur VII í baksýn


Á leið upp síðasta hjalla Kirkjufells við Grundarfjörð í ferð sem var farinn í minningu afa míns


Á tindi Kilimanjario, Afríku (Tanzaniu) með Ása í janúar 2001


Í hríð á Langjökli ásamt Snjólfi VII


„Via Ferrata“ við Chamnoix í Frakklandi


Í blíðviðri ásamt ferðafélaganum Magnúsi Andréssyni við Kverkfjöll
 

Jæja, þá er Jón Þorgríms búinn að kokka upp haustferðina í ár, en eins og allir vita hefur hann oft á tíðum verið fararstjóri í þessari ferð. Ástæðan er einföld: kallinn er bara snilldar fararstjóri og ferðirnar eftir því.

Hér er dagskrá ferðarinnar í grófum en hún er birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að þessi frumdrög gera ráð fyrir að við sleppum með að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Það er þó ekki víst að það heppnist og lagt verði þá af stað á föstudagskvöldinu.

Haustferð FBSR, fararstjóri Jón Þorgrímsson
Langavatn-Hítarvatn-Hlíðarvatn.
30.sept – 1.okt.

Í ár verðum við á mótum tveggja sýslna, Mýrar og Snæfells og Hnappadalssýslu.

Laugadagurinn 30:september.

Lagt verður af stað frá flugvallarveginum stundvíslega kl:7:00 og ekið upp í Borgarfjörð og sem leið liggur að suðvesturenda Langavatns en þaðan hefst gangan.

Eftir létt snarl eru pokar axlaðir og gengið frameftir Kvígindisdal í átt að Langavatnsmúla meðfram honum og eftir Þórarinsdal í átt að Smjörhnjúk meðfram honum eða upp á hann, eftir aðstæðum. Síðan að norður enda Hítarvatns að
eyðibýlinu Tjaldbrekku þar sem er áð og tjaldað.
Ca 16 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 6-8 tímar

Sunnudagurinn 1:október.

Vaknað kl: 7:00. Eftir morgunmat og samantekt eru pokar axlaðir og gengið upp hlíðina fram- hjá Réttargili í átt að Geirhnjúk, þaðan meðfram Skálarfelli að norðurhlið Hlíðarvtns að bænum Hallkelsstaðahlíð þar sem göngunni líkur.
Ca 12 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 5-6 tímar.

Útbúnaður: Tjöld og viðlegubúnaður. Búast má við ám sem þarf að þvera eru vaðskór því æskilegir.
Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Haustferðin 2006

Jæja, þá er Jón Þorgríms búinn að kokka upp haustferðina í ár, en eins og allir vita hefur hann oft á tíðum verið fararstjóri í þessari ferð. Ástæðan er einföld: kallinn er bara snilldar fararstjóri og ferðirnar eftir því. 

Hér er dagskrá ferðarinnar í grófum en hún er birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að þessi frumdrög gera ráð fyrir að við sleppum með að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Það er þó ekki víst að það heppnist og lagt verði þá af stað á föstudagskvöldinu.

 

Haustferð FBSR, fararstjóri Jón Þorgrímsson
Langavatn-Hítarvatn-Hlíðarvatn.
30.sept – 1.okt.

Í ár verðum við á mótum tveggja sýslna, Mýrar og Snæfells og Hnappadalssýslu.

Laugadagurinn 30:september.
Lagt verður af stað frá flugvallarveginum stundvíslega kl:7:00 og ekið upp í Borgarfjörð og  sem leið liggur að suðvesturenda Langavatns en þaðan hefst gangan.

Eftir létt snarl eru pokar axlaðir og gengið frameftir Kvígindisdal í átt að Langavatnsmúla meðfram honum og eftir Þórarinsdal í átt að Smjörhnjúk meðfram honum eða upp á hann, eftir aðstæðum. Síðan að norður enda Hítarvatns að eyðibýlinu Tjaldbrekku þar sem er áð og tjaldað.
Ca 16 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 6-8 tímar

Sunnudagurinn 1:október.
Vaknað kl: 7:00. Eftir morgunmat og samantekt eru pokar axlaðir og gengið upp hlíðina fram- hjá Réttargili í átt að Geirhnjúk, þaðan meðfram Skálarfelli að norðurhlið Hlíðarvtns að bænum  Hallkelsstaðahlíð þar sem göngunni líkur.
Ca 12 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 5-6 tímar.

Útbúnaður: Tjöld og viðlegubúnaður. Búast má við ám sem þarf að þvera eru vaðskór því æskilegir.
Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Tindfjallasel

Næstu helgi á að fara upp í Tindfjöll að reisa nýja skálann. 
Lagt af stað klukkan 17:00 á föstudag og 7:30 á laugardag.  Um að
gera að fjölmenna svo við getum klárað þetta fyrir veturinn!  Þau
sem geta mætt þurfa endilega að skrá sig hjá Pétri í símann 
898-4388.  Líka boðið uppá ferð á sunnudags morgun ef einhver
kemst ekki fyrr en þá.

Eldur um borð í farþegaþotu

Á
laugardaginn voru allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi
kallaðar út á hæsta forgangi vegna Boeing 777 þotu frá British Airways
sem var að koma inn til nauðlendingar á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan
var sögð eldur laus í farþegarými, en um borð voru 268 farþegar.

Samstundis var viðbragð sett af stað samkvæmt Viðbragðsáætlun fyrir
Keflavíkurflugvöll undir skilgreiningunni "F1-Raður – Neyðarstig2". Það
viðbragð er sett í gang ef mikil hætta er talin vera á ferðum og fleiri
en 54 farþegar eru um borð.

Svo vildi til menn voru í húsi hjá okkur vegna vinnu við breytinga á
húsinu þegar útkallið barst og var viðbragðstíminn því aðeins u.þ.b.
ein mínúta. Stjórnstöðvarbíllinn fór strax af stað ásamt fulltrúa í
svæðisstjórn. Tveir bílar frá okkur voru strax mannaðir með 15 manns.
Þeir voru rétt lagðir af stað þegar útkallið var afturkallað, en
stjórnstöðvarbíllinn var þá kominn í Garðabæ. Þotan hafði verið stödd
einungis 70 mílur suðvestur af Reykjanesi þegar ákveðið var að
nauðlenda henni og því var hún lent mjög fljótt eftir að neyðarkall frá
henni hafði borist. Í ljós kom að ekki var laus eldur um borð heldur
hafði myndast mikill reykur þegar brauðofn aftast í vélinni brann yfir.
Þegar það var ljóst var útkallið afturkallað.

 

Meðfylgjandi mynd er af sams konar eða sömu vél og er á vef www.airchive.com

Flugvél hafnaði í á

Í gær var sveitin kölluð út til að sækja litla
eins hreyfils flugvél sem hafði hlekkst á í flugtaki og hrapað.

Á sunnudaginn hlekktist lítilli eins hreyfils flugvél á í
flugtaki á flugvellinum á Tungubökkum með þeim afleiðingum að hún
hafnaði í Leirvogsá. Tveir menn voru um borð og sluppu þeir ómeiddir.
Fjórir félagar fóru með Rannsóknarnefnd flugslysa til að sækja vélina.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Svavarsson á vettvangi.