Tindfjallasel reist!

Um helgina fóru nokkrir vaskir menn upp í Tindfjöll til að reisa nýja skálann, en hann er samvinnuverkefni Flugbjörgunarsveitanna í Reykjavík og á Hellu, Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og

Björgunarsveitar Landeyja.

Framkvæmdinni var skipt þannig að sveitirnar austan heiða reistu grunninn en við settum saman veggeiningarnar. Þær voru svo fluttar upp í Tindfjöll nú um helgina og reistar upp ásamt sperrum. Sú framkvæmd gekk í alla staði vel en við látum myndirnar tala sínu máli að svo stöddu.

 

 

 

 

Skildu eftir svar