Leifur Örn á þaki heimsins

Félagi okkar Leifur Örn Svavarsson náði í gær ásamt Hallgrími Magnússyni upp á tind Lenín í Kirgistan sem er 7134 m. hár. Leiðangurinn hefur tekið tvær vikur en þeir hafa reglulega sent frá sér fréttir sem hafa birst á

vef Útiveru, www.utivera.is, og þar má lesa um allan leiðangurinn.

Þess má einnig geta að formaður okkar, Atli Þór Þorgeirsson, er þess
dagana líka staddur í fyrrum Sovét, nánar tiltekið í Kákasus, að glíma
við Elbrus tindinn sem er 5642 m. hár. Við fáum einnig fréttir af
ferðum hans hér á vefnum fljótlega.

.

Skildu eftir svar