Nýliðastarfið hefst nú í vikunni og verður fyrsti göngutúr 31. ágúst / 1. sept. (val um dag). Fyrsta eiginlega námskeið hefst mánudagskvöldið 5. sept. Ef þú vilt vera með eða hefur spurningar um nýliðastarfið, hafðu þá samband við nýliðaþjálfarana með því að senda póst á nylidar2022<hjá>fbsr.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized
Kynningar á nýliðastarfi FBSR
Kynning á nýliðastarfi FBSR verður haldin 29. ágúst kl. 20 og endurtekin 30. ágúst kl. 20. Kynningin verður í höfuðstöðvum FBSR að Flugvallarvegi 7. Nánari upplýsingar eru á facebook síðu sveitarinnar.
Upplýsingar um nýliðastarfið má einnig finna hér
Aðalfundur FBSR
Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.
Kvennadeildin sér um bakkelsið.
Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.
Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.
- Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
- Inntaka nýrra félaga.
- Lagabreytingar.
- Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
- Kosning stjórnar.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
- Önnur mál.

Ágrip úr sögu FBSR
Í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík hafa nú verið birt nokkur söguágrip hér á vefsíðunni. Auk þess að fara í gegnum söguna eru ágrip um frumkvöðlastarf í fjarskiptum og sagt frá fyrsta leitarhundi landsins, sem var í eigu FBSR. Þá er þar yfirlit yfir húsnæðissögu sveitarinnar, starf Kvennadeildar FBS og tekin staðan á árinu 2020.
Hægt er nálgast söguyfirlitin í valmyndinni undir „FBSR í 70 ár“.
Sjáumst á nýliðakynningum FBSR 2019!
Nýtt fólk!
Á aðalfundi FBSR síðastliðinn laugardag gengu 18 manns í sveitina eftir tveggja „skólaára“ þjálfun. Hér má sjá hluta hópsins ásamt þjálfurum þeirra. Þetta öfluga fólk er þegar farið að láta mikið til sín taka í starfi sveitarinnar og útköllum.
Aðalfundur FBSR 25. maí
Aðalfundur FBSR verður haldinn 25. maí nk. og hefst hann kl. 12:00.
Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Lagabreytingar ef þeirra er getið í fundarboði
6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
7. Kosning stjórnar
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
10. Önnur má
Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000kr. Greiða þarf fyrir með seðlum.
Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 2016
17 nýir félagar og endurnýjun í stjórn
Í gær fór fram aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sautján nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum, en þau hafa nýlokið við tveggja ára þjálfun. Þá varð talsverð endurnýjun í stjórn, en fjórir af sjö stjórnarmönnum létu af embætti og voru nýir einstaklingar kosnir í stað þeirra.
Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og Sveinn Hákon renndi yfir tölfræði útkalla ársins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga sem voru samþykkir.
Þau sautján sem gengu inn í ár eru eftirfarandi; Anton Aðalsteinsson
, Atli Freyr Friðbjörnsson, Bergljót Bára Sæmundardóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Eysteinn Hjálmarsson, Eyvindur Þorsteinsson, Haraldur Þorvaldsson
, Hulda Lilja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Ingvar Hlynsson
, Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Ólöf Pálsdóttir
, Reynir Snær Valdimarsson, Stígur Zoega
, Sturla Hrafn Sólveigarson og Ævar Ómarsson. Við inngöngu upplýstu þau um markmið sitt til þátttöku í starfi við að bæta sveitina.
Að venju sá kvennadeildin um kaffiveitingar í hléi og er þeir þakkað kærlega fyrir það. Eftir hlé voruvoru samþykktar tvær lagabreytingar samhljóða sem kynntar voru í fundarboði.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkosinn sem formaður FBSR á ný, en þetta er fjórða ár hans í því embætti. Var hann einn í framboði.
Þau Kristbjörg Pálsdóttir, Björn Víkingur Ágústsson, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ásgrímsson ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Arnar Ástvaldsson voru endurkjörin, en auk þeirra tóku þau Egill Júlíusson, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Sveinbjörn J. Tryggvason og Ólöf Pálsdóttir, sæti í stjórninni.
Aðalfundarboð 2016
Kæru félagar.Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.
Dagskrá aðalfundar:
- Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar
- Inntaka nýrra félaga.
- Hlé
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
- Önnur mál
Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í ReykjavíkTvær tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR:
- Við 16. gr. bætist: Allar lántökur félagsins umfram 5 mkr. skulu samþykktar á félagsfundi með meirihluta atkvæða. Stjórn félagsins er þó heimilt að stofna til viðskiptaskulda umfram 5 mkr. þegar um er að ræða innkaup vegna fjáraflana félagsins.
- Breyting á 10. gr. í stað „janúarlok“ kemur „fyrir lok febrúar“. Setningin hljómar því þannig: Stjórn skal ákveða og auglýsa dagsetningu aðalfundar fyrir lok febrúar ár hvert.
Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.Stjórnin.