Björgun 2010

Nú um helgina heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg ráðstefnuna Björgun 2010 á Grand Hotel í Reykjavík.

Ráðstefnan Björgun hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan 1990 og hafa að jafnaði um 350 manns úr björgunarsveitum, slysavarnadeildum, lögreglu, slökkviliði og fleiri viðbragðseiningum sótt hana.
Skráning hefur gengið vel og hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína, bæði fyrirlesarar sem og almennir þátttakendur.
Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra eru í boði á ráðstefnunni og þar á meðal fyrirlestrar frá félögum okkar einingar.