Af breytingum


 

Breytingar á húsnæðinu eru núna að komast á lokastig. Búið er að
parketleggja og ganga frá milliveggjum, Hillur undir útkallsbúnað eru
komnar upp, félagsaðstaðan og stjórnarhergi nánast full frá genginn.
Áfram mætti telja en myndir segja meira en þúsund orð.

Nýja aðstaðan verður líklegast full kláruð eftir 1-2 vikur. Eins og
myndirnar bera með sér er ennþá allt á rúi og stúi en engu að síður er
þegar byrjað að koma tækjum og búnaði fyrir á  þeim stað sem hann
á að vera.

 


Byrjað er að setja upp skápa fyrir einstaklingsbúnað á milliloftinu í
syðri endanum. Eins og sjá má eru þeir rúmgóðir, enda Frímann ekki með
styttri mönnum. 100 cm á breidd, 200 á hæð og 60 á dýpt (þ.e.a.s.
skápurinn – ekki Frímann).  Í fyrsta áfanga verða aðeins 20 skápar
en þeim verður fjölgað fljótlega.


Stiginn var færður og útkallsbúnaður verður hafður þar sem vélsleðarnir voru áður. Þessi högun mun stytta viðbragðstíma.


Í norðurendanum er félagsaðstaðan komin vel á veg.  Hér er
eldhúskrókurinn en í hann vantar nú aðeins ísskápinn og uppþvottavélina.


Rafvirkinn Atli sér um að koma ljósi á aðstöðuna, enda átti að nota hana fyrir fund fjallahóps.


Gömlu sófasettin voru flutt upp fyrir fundinn. Fjallahópur búinn að koma sér vel fyrir í þeim og fundur hafinn.


Farið yfir búnaðarmál. Í baksýn er stóri glugginn sem vísar yfir í bílasalinn.


Inni í nýja stjórnarherberginu, sem er inn af félagsaðstöðunni.


Fallhlífahópur að koma sér fyrir í sinni aðstöðu, sem áður var undanfaraherbergið.

 

 

 

Skildu eftir svar