Vinnuferð í Tindfjöll 5-6 september

5.-6. September verður vinnuferð í Tindfjöll. Það sem þarf að gerast er aðallega tvennt:
Olíubera allt að innan til að drepa niður sveppi og þá myglu sem mögulega er á leiðinni.
Týna upp allt rusl (spítur sem hafa fokið) í nágrenni skálans og taka allan óþarfa úr skálanum s.s. nagla sem ekki verða notaðir osfrv.

Það væri ekki verra ef einhverjir smiðir gætu mætt og klárað þakkantana því það varð að sleppa því síðast vegna veðurs.
Þá þurfum við að taka mál vegna stormhlera á norðurhliðina, það er nú þegar komin skemmd í eina rúðuna vegna flúgjandi grjóts.

Það verður farið uppeftir bæði á föstudagskvöld og laugardagsmorgun og allir koma heim á laugardagskvöld. Þeir sem vilja koma með vinsamlegast tilkynnið þátttöku hérna á spjallinu eða sendið póst á [email protected] og segið hvort þið viljið fara á föstudag eða laugardag.

Skildu eftir svar