Útkall gulur – Leit að týndri persónu

Mánudagskvöldið 27 október barst útkall gulur á miðjum Haustfundi FBSR. Um var að ræða innanbæjarleit í Reykjavík að ungmennum á aldrinum 14-16 sem hugsanlega höfðu slasast við sprengingu í vinnuskúr í Grundagerði. Alls tóku hátt í 20 meðlimir sveitarinnar þátt í útkallinu og ber þess að geta að hluti hópsins voru nýliðar á öðru ári í sínu fyrsta útkalli.