Starfsmaður flugeldanefndar

Flugeldanefnd Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík auglýsir, lausa til umsóknar, stöðu starfsmanns nefndarinnar.

Í starfinu felst umsjón með flugeldavertíðinni sem framundan er, undir stjórn Flugeldanefndar. Um er að ræða markaðssetningu, öflun tilskilinna leyfa, gerð samninga og margt fleira.

Reynsla á sviði rekstrar og/eða markaðsmála er æskileg en þó ekki skilyrði.

Laun eru skv. samkomulagi, mögulega árangurstengd.

Áhugasamir hafi samband.

Fyrir hönd Flugeldanefndar

Vilberg Sigurjónsson
GSM: 696-3305
e-mail: [email protected]