Snjóflóð í Vífilsfelli

Alls 26 félagar í FBSR mættu í útkall vegna snjóflóðs í hlíðum Vífilsfells í gærkvöldi. Fyrsti bíll fór úr húsi 6 mínútum eftir að útkall barst og voru 14 manns lagðir af stað í útkallið áður en afturköllun var send út stuttu seinna. Sem betur fer reyndist snjóflóðið gamalt og var því aðstoð afturkölluð um 30 mínútum síðar.