Sleðakerru stolið frá HSSK

Hvítri tveggja sleða vélsleðakerru HSSK var stolið í gær eða um helgina þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Um er að ræða hvíta tveggja sleða sleðakerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300. Grindin er galavaníseruð og er kerran með sturtu og yfirbyggingin er úr hvítu trefjaplasti. Stór merki HSSK eru aftaná kerrunni, en engar merkingar eru á hliðinni þar sem hún var að fara í merkingu. Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins eða beint við formann sleðaflokks HSSK, Reyni, í síma 899-3132. Öll hjálp vel þegin.