Neyðarkallinn

Föstudaginn 6. nóvember hefst sala á Neyðarkallinum og stendur til sunnudagsins 8.nóvember. 
Vill stjórnin hvetja alla sem vetlingi geta valdið til þess að taka þátt í sölunni en hún er í dag mjög góð fjáröflun fyrir sveitina. 

Til fjölskyldna og vinnufélaga má byrja að selja fimmtudaginn 3. nóvember, hægt að nálgast kalla á Flugvallarvegi á miðvikudagskvöldið frá 20 til 22.

Upplýsingar um vaktaplan og annað voru sendar til allra á fréttabréfslistanum í fyrradag en einnig er hægt að nálgast það á innri vefnum eða hjá Stefáni Gjaldkera, 844-4643, gjaldkeri # fbsr.is