Leit að manni í Hafnarfirði


Um klukkan hálf átta  að morgni 4. janúar kom fyrsta útkall
ársins. Beðið var um aðstoð við leit að manni um fertugt sem hafði
farið akandi frá heimili sínu í Hafnarfirði kvöldið áður til að viðra
hunda við Hvaleyrarvatn. Þá hafði hann hringt og sagst vera á heimleið
en hafði ekki skilað sér.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út, ásamt þyrlu LHG
og var í fyrstu megin áhersla lögð á að leita í Hafnarfirði og
nágrenni. Eftir tiltölulega stutta leit fannst bíll mannsins við
íbúðarhús í Hafnarfirði og fannst hann þar inni heill á húfi.

Skildu eftir svar