Kát sál í þreyttum líkama

 

Á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15 hittumst við niðrí húsi við Flugvallarveg og tökum léttar æfingar.  Egill frjálsíþróttaþjálfari segir okkur fyrir verkum og eftir tímabilið keppum við öll á Gullmóti, það er næsta víst.

Æfingarnar verða eins mikið úti og hægt er, enda leitumst við alltaf við að vera úti í kuldanum og höfum líka þessi fínu æfingasvæði sem kallast Öskjuhlíð og Nauthólsvík.