Haustfagnaður

Föstudaginn 21.ágúst verður
Tiltektar-Haustfagnaður-FBSR þar sem allt verður gert skínandi hreint
og fínt fyrir veturinn. Það er ýmislegt sem þarf gera þannig að allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Mæting uppúr 5 í vinnugallanum, með hamarinn í annarri hendi og
bónklútinn í hinni. Veitingar í boði þegar verkefnalistinn verður
tómur.

Verkefnalistinn kemur á innranetið í vikunni. Ef einhver man eftir
einhverju sem hugsanlega leynist ekki á listanum þá sendið póst á
ritara sem kemur því áleiðis.

Absolút skyldumæting!