Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 24.ágúst nk. kl. 20.00.

Fundarboð hefur verið sent út. Ef einhver félagi fær ekki fundarboð á næstu dögum eða ef einhver sem fær fundarboð óskar eftir að fá það ekki í framtíðinni þá vinsamlegast hafið samband við ritara – ritari[hja]fbsr.is

Athugið að aðalfundur er eingöngu fyrir félaga sveitarinnar.

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2008 og umræður um hann.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000
7. Kosning formanns (til eins árs).
8. Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9. Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11. Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.