Háasúla, janúar 2003

Í frostleysinu í janúar skelltum við okkur á Háusúlu. Ákveðið var að fara frekar óhefðbundna leið, þ.e. norðurhlíðina. Þeir sem fóru voru Elli, Kirsty, Haukur, Þorsteinn og undirritaður. Myndirnar sem eru í þessari grein tóku Þorsteinn (ekki í FBSR) og Haukur.

Lagt var af stað mjög snemma og keyrt austur á Þingvöll og svo farið upp Kaldadalinn. Bílnum var lagt og við héldu af stað á tveimur jafnfljótum. Við fengum frábært veður, heiðskýrt og frekar kalt. Leiðin (sjá kort hér að neðan) fram og til baka er um 14 kílómetrar og því má auðveldlega ná þessu á einum degi. 

Klifrað var upp augljóst gil og þegar í það var komið þá reyndist það vera töluvert brattara en við gerðum ráð fyrir. Við fórum þá í línu og klifruðum þannig að allir klifra í einu. Sá fyrsti setur inn tryggingar en sá síðasti tekur þær út. Engin tryggingartól eru notuð við þessa aðferð. Kostirnir við þessa aðferð er að góður hópur getur náð töluverðum hraða ef klifur er samstíga. Ókosturinn er að fallið getur orðið svolítið langt. Þessi aðferð hentar því vel á auðveldum leiðum þar sem betra er að vera tryggður. Þetta kallast “Simul–climbing”.

Þetta reyndist vera frábær leið sem er örugglega ekki mjög fjölfarin því hlíðin snýr ekki að skálanum. Hún er ekki mjög erfið og hentar því óvönum í fylgd með vönum. Toppnum var náð og þaðan var útsýni ægifagurt. Niðurleiðin lá svo niður hefðbundnu leiðina á Háusúlu, en hún er eftir hrygg sem er töluvert brattur til beggja hliða. Hér fyrir neðan eru nokkrir af punktunum á myndinni (án ábyrgðar), (gráður, mín, sek (þúsundhlutar).

Guðjón Örn

 

Skildu eftir svar