Fallhlífanámskeið, maí 2003

Vorið 2003, nánar tiltekið í maí hélt fallhlífahópur FBSR rúmlega vikunámskeið. 

Til þess að komast á námskeiðið þurfti að ljúka þrekprófi sem byggist á þrekprófum dönsku fallhlífasveitanna.  Námskeiðið hófst með bóklegum hluta þar sem farið var vel í gegn um öll öryggisatriði, uppbyggingu fallhlífarinnar ásamt fleiri atriðum.  Fyrri hluti verklega námskeiðsins fólst í þjálfun í PLF eða Parachute landing fall sem útleggst á íslensku sem lendingin.  Mjög mikilvægt er að lendingin sé vel heppnuð því stokkið er í kringlóttum fallhlífum en þær eru eingöngu notaðar í hernaðar- og björgunarskyni.  Lending á kringlóttri fallhlíf er því mun harkalegri en á ferkantaðri fallhlíf.
Seinni hluti námskeiðsins fólst í stökkvum og fleiri stökkvum og verður að segja að veðurguðirnir hafi verið einstaklega blíðir því vel gekk að stökkva og að námskeiðinu loknu hafði verið stokkið í nokkur tugi skipta.
Ólafur Kristján (Jack Bauer) var að endurnýja kynni sín af fallhlífastökki og sótti námskeiðið, hann smellti nokkrum myndum af sér og öðrum og má sjá þær hér neðar.

 

Skildu eftir svar