Dagskráin

Minnum á að á morgun, þriðjudaginn 30.nóvember er opinn stjórnarfundur. Ef það er eitthvað sem félagar vilja koma til stjórnar þá er það vettvangurinn. Einnig ef einhverjar spurningar eru til stjórnar þá er handhægt að bera þær upp á þeim fundi.

Þá er undirbúningur fyrir jólatré og flugelda í fullum gangi en þriðjudaginn 7.des verður öllu stillt upp fyrir jólatrén og sama kvöld verður hörku peppfundur fyrir jólatrén og flugeldana.

Hér er hægt að sjá heildar dagskrá sveitarinnar.